Skúffuljóð
Poetry I keep in my drawer or skúffuljóð as we call them in Icelandic. I love poetry but I am no expert in writing poems. However I seek writing them as a way to express myself and now I have decided to share them somewhere for others to read. So enjoy!
Andvaka
The following poems are written during sleepless nights.
Einlæg trú
Áður fyrr hélt ég að ég hefði mátt
Mátt til að stöðva stríð
Mátt til að breyta rétt
Mátt til að hafa áhrif
Mátt til að skapa frið
Ég virkilega trúði því…
… og geri enn, ein inn á baði.
Hvað getum við gert?
Þessa tuggu hef ég heyrt sagða
Í fjölda ára
Sagði miðaldra maður
Er hann saup morgunkaffið sitt
Á aðeins 200 árum
Höfum
Við
Eyðilagt
Lagt í eyði
Heila plánetu
Með græðgi
Meira en okkur tókst
Á öllum árþúsundum
Þar
Á
Undan
Hvað eigum við að gera?
Þessa tuggu hef ég heyrt sagða
Í fjölda ára.
Segir miðaldra maður
Er hann leysir krossgátu
Eftir kvöldmat.
Wall - E
Sönn saga
Loftlagsbreytingar
Það liggur í augum uppi
Að eitthvað þarf að gera
Liggur í augum uppi
Eitthvað þarf að gera
Í augum uppi
Þarf að gera
Augum uppi
Að gera
Uppi
Gera
…
Sumt er bara auðveldara að stroka út
Og halda svo áfram með daginn
Eins og hann var planaður.
Other
Á ný
Og núna sé ég þig skýrar en nokkru sinni fyrr
Full ótta
Um það sem þú ert fær um að gera
En að gera er bara sögn
Sem ómar í tóminu
Þar til yfir líkur
Og ég bið þig um að fara
Þó eitt augnablik er ég ekki viss
En þú gengur þungum skrefum út
Og þá
Náði ég
Andanum
Á ný.
Taktur
Í hjartanu finn ég takt
sem mér finnst ég knúin
til að fylgja.
Höfnun
Hún sagði nei
Hann sagði nei
Ég grét
Síðan
Degi síðar
Stóð ég á fætur
og barðist áfram
fyrir að fá
Já.
Vorkun
Vegna hve lítils ég met mig
og hve mikils ég ætlast til
rogast ég með þungan áhyggju poka
kemur fyrir að ég á alla aðra loka
undra svo að ég ekkert skil
niðrandi orð ég segi einungis við sjálfa mig.
900 m Esja 16. September 2015
Hvíldist undir hvítum dún
Svo hvergi sást í beitta brún.
Lúrði lengur en vaninn er
Lyngdi aftur augum einkar þver.
… það hausta fer.